Advances in Rights Based Fishing 2008

09.03.2022

Út er komið nýtt rit í ritröð fræðirita RSE, Advances in Rights Based Fishing; Extending the Role of Property in Fisheries Management. Í ritinu eru birtar ritgerðir sem byggja á erindum af ráðstefnu RSE um sjávarútvegsmál, sem haldin var haustið 2006. Í ritinu eru settar fram veigamiklar röksemdir fyrir því að hlutur eignarréttar við stjórn fiskveiða verði aukinn og stungið upp á leiðum í því efni.

Því er haldið fram að eignarréttur við stjórn fiskveiða, eins og eignarréttur almennt, hafi reynst ákaflega skilvirkt og sveigjanlegt tæki til að auka hagkvæmni veiða svo lengi sem gæði eignarréttarins hafi verið nægileg. Meðal annars er að finna í ritinu tilraunir til að varpa ljósi á hvernig eignarréttarkerfi við fiskveiðar hafa aukið samfélagslegan ávinning af fiskveiðum og hvernig unnt sé að bæta slík kerfi þannig að auknum ávinningi sé náð.

Ritstjórar eru Birgir Þór Runólfsson dósent við Viðskipta- og hagfræðideild HÍ og Ragnar Árnason prófesseor við Viðskipta- og hagfræðideild HÍ. Útgefandi ritsins er Bókafélagið Ugla.

Yfirlit efnis:

Robert T. Deacon and Christopher Costello
Strategies for Enhancing Rent Capture in ITQ Fisheries

Rögnvaldur Hannesson
Taxes, ITQs, Investment and Revenue Sharing

Ragnar Arnason
Fisheries Self-Management under ITQs

Tom McClurg
Candles in the Wind: Industry Management Initiatives for the New Zealand Deep Sea Crab and Surf Clam Fisheries

Gary D. Libecap
Assigning Property Rights in the Common Pool: Implications of Prevalence of First-Possession Rules for Fisheries

Hannes H. Gissurarson
The Politics of Property Rights: The Relevance of Henry George, Arthur C.Pigou and Ronald H. Coase in the Icelandic Debate on the Fishery

José P. Cancino, Hirotsugu Uchida and James E. Wilen
TURFs and ITQs: Coordinated vs. Decentralized Decision-Making

Gordon R. Munro
Internationally Shared Fish Stocks, the High Seas and Property Rights in Fisheries

R. Shotton
Managing the World’s High-Seas Fisheries: A Proposal for a High-Seas Fisheries Trust

Grimur Valdimarsson
Fishing Rights: A Global Perspective with Focus on FAO Activities