Ný bók í ritröð fræðirita hjá RSE er Cutting Taxes to Increase Prosperity (Skattalækkanir til kjarabóta) og er um að ræða safn ritgerða um skattamál. Ristjórar bókarinnar eru Hannes H. Gissurarson og Tryggvi Þór Herbertsson. Meðal höfunda eru Edward Prescott nóbelsverðlaunahafi í hagfræði, Fredrik Bergström framkvæmdastjóri rannsóknarseturs verslunarinnar í Svíþjóð, Brendan Walsh hagfræðiprófessor við University College í Dublin, Daniel Mitchell skattasérfræðingur hjá Cato stofnuninni í Washington, Pierre Bessard forstöðumaður Constant de Rebecque-stofnunarinnar í Lausanne í Sviss, Ragnar Árnason hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands, Hannes H. Gissurarson stjórnmálafræðiprófessor við Háskóla Íslands og Pascal Salin hagfræðiprófessor við Paris-Dauphine háskólann.
Ritgerðirnar í bókinni byggja flestar á erindum sem höfundarnir fluttu um skattamál á Íslandi á árinu 2007.