Miklar og fjörugar umræður hafa verið á Íslandi um tekjudreifingu, skatta og tekjujöfnun síðustu ár. RSE gaf út er komið fræðirit um það efni: Tekjudreifing, skattar og tekjujöfnun. Ritið er afrakstur rannsóknarverkefni sem RSE hefur styrkt um nokkurra ára skeið. Ristjórar eru Dr. Ragnar Árnason og Dr. Birgir Þór Runólfsson. Hér ræða sex fræðimenn þessi mikilvægu mál:
- Dr. Ragnar Árnason, hagfræðiprófessor í Háskóla Íslands, telur, að Ginistuðlar séu gallaðir mælikvarðar á tekjudreifingu. Gera þurfi greinarmun á vergri og hreinni skattbyrði, en í því ljósi séu raunveruleg jöfnunaráhrif skatta oft vanmetin.
- Dr. Birgir Þór Runólfsson, hagfræðidósent í Háskóla Íslands, vekur athygli á gögnum, sem sýna, að fátækt sé minnst í til tölulega frjálsum hagkerfum.
- Dr. Hannes H. Gissurarson, stjórnmálafræðiprófessor í Háskóla Íslands, vísar því á bug, að fátækt hafi árin 1991–2004 verið meiri hér en annars staðar á Norðurlöndum.
- Dr. Helgi Tómasson, tölfræðidósent í Háskóla Íslands, sýnir fram á, að Ginistuðull geti verið hinn sami í ýmsum löndum, þótt tekjudreifing sé þar mjög ólík.
- Axel Hall, hagfræðilektor í Háskólanum í Reykjavík, færir rök fyrir því, að við skattahækkanir í jöfnunarskyni geti dregið úr hagvexti. Hann bendir á, að á Íslandi myndi há skattleysismörk og tiltölulega hátt fyrsta skattþrep fyrir ofan það skattavegg eða fátæktargildru.
- Arnaldur Sölvi Kristjánsson hagfræðingur lýsir nánar þeim fátæktargildrum, sem myndast geti við einstök þrep í kerfi skatta og bóta.