Mikilvægi eignarréttinda í fiskveiðum og áskoranir

13.10.2023

Fresta verður fyrirlestri prófessors Gary Libecaps, sem átti að vera í hátíðarsal Háskóla Íslands á föstudag kl. fjögur, fram á laugardag á sama tíma. Hann verður haldinn í sal 101 á Háskólatorgi. 

Ástæða þessa er að flugi Libecaps var frestað vegna veðurs.

Á eftir fyrirlestri hans og umræðum verða léttar veitingar.

RSE ásamt Hagfræðideild Háskóla Íslands stendur að málstofu í hátíðarsal Háskóla Íslands föstudaginn 20. október kl. 16 til 17. Á málstofunni mun Gary Libecap, prófessor í hagfræði í Kaliforníuháskóla í Santa Barbara, flytja fyrirlestur um „Mikilvægi eignarréttinda í fiskveiðum og áskoranir“ (Importance of property rights in fisheries and challenges).

Í erindi sínu mun Libecap gefa yfirsýn á eignarréttarkenningar hagfræðinnar, mikilvæga þætti eignarréttarins, ólíkar leiðir við úthlutun eignarréttinda og hvað reynslan segir til um hvers konar fyrirkomulag sé þjóðhagslega hagkvæmast.

Libecap er einn þekktari auðlindahagfræðingur heims og hefur gefið út fjölda bóka um auðlindanýtingu og birt ritgerðir í American Economic Review, Journal of Political Economy og öðrum vísindatímaritum. Hann hefur verið forseti Economic History Association, International Society for the New Institutional Economics og Western Economic Association International.

Boðið er upp á léttar veitingar að málstofu lokinni.