Um RSE
Upphaf
RSE, rannsóknarmiðstöð um samfélags- og efnahagsmál, var stofnuð haustið 2004 af Ragnari Árnasyni prófessor, Birgi Þór Runólfssyni dósent, Jóhanni J. Ólafssyni stórkaupmanni, Jónasi Haralz fyrrverandi bankastjóra, og Birgi Tjörva Péturssyni héraðsdómslögmanni.
Markmið
Markmið RSE er að auka skilning á mikilvægi frjálsra viðskipta og eignaréttinda fyrir lýðræðislegt og framsækið þjóðfélag og hyggst ná markmiðum sínum með rannsóknum, fræðslu, útgáfu, ráðstefnum og annarri starfsemi.
Sjálfstæði
RSE er sjálfstæð og óháð stofnun. Hún er ekki bundin við stjórnmálaflokka, einstök framboð eða hagsmunasamtök. RSE þiggur ekki fjárframlög frá ríki eða sveitarfélögum, heldur er rekin fyrir frjáls framlög einstaklinga og fyrirtækja.
Rekstrarform
RSE er sjálfseignarstofnun, sem er ekki rekin í hagnaðarskyni. Hún starfar eftir skipulagsskrá, staðfestri af dómsmálaráðherra, sbr. lög nr. 19/1988 um sjálfseignarstofnanir.
Stjórnskipulag
Fulltrúaráð RSE fer með æðsta vald um eignir, fjárhag og rekstur stofnunarinnar. Það er skipað einstaklingum úr ýmsum áttum, einkum úr atvinnulífinu, 5 hið minnsta og 30 hið mesta. Rannsóknarráð RSE fer með æðsta vald um þau verkefni sem ráðist er í á vegum stofnunarinnar í þágu markmiða hennar. Rannsóknarráðið er skipað fræðimönnum í fremstu röð, 5 hið minnsta en 20 hið mesta. Stjórn RSE annast rekstur hennar. Í stjórninni sitja formaður, varaformaður og gjaldkeri fulltrúaráðsins ásamt formanni og varaformanni rannsóknarráðs.
Stjórn RSE skipa: Halldór Benjamín Þorbergsson formaður fulltrúaráðs, Halla Sigrún Mathiesen, Ragnar Árnason formaður rannsóknarráðs, Birgir Þór Runólfsson varaformaður rannsóknarráðs og Einar Sigurðsson.
Centre for Social and Economic Research (RSE)
RSE is an independent research centre which seeks to further the understanding of property rights and free trade in a progressive and democratic society. RSE is a non-profit organization in accordance with the Icelandic legal statue no. 19/1988.
Board Halldór Benjamín Þorbergsson, Halla Sigrún Mathiesen, Einar Sigurðsson, Ragnar Árnason and Birgir Þór Runólfsson.
Rannsóknarmiðstöð um samfélags- og efnahagsmál
rse@rse.is